Velkomin!

Velkomin á námsvef um fallahugsun fyrir byrjendur. Hér er hægt að læra um breytistærðir, föll og fallahugsun með stærðfræðiforritinu GeoGebra. Á þessum vef eru bæði lítil gagnvirk verkefni (GeoGebru-vefskjöl), sýnidæmi um hluti sem hægt er að gera með GeoGebru og verkefni til að vinna í GeoGebruforritinu sjálfu, þar sem nemendur eiga að búa til stærðfræðilega hluti.

Námsefnið skiptist í nokkra hluta sem hægt er að velja í fellilistum:

  • Inngang, þar sem forritið er lítillega kynnt og ásamt nokkrum ör-verkefnum.
  • Verkefni um punkta á talnalínu, þar sem tölur eru skoðaðar sem punktar á talnalínum og reikniaðgerðir eru skoðaðar sem hliðranir og stríkkanir slíkra punkta.
  • Verkefni um punkta í hnitakerfi, þar sem nemendur læra að nota breytistærðir og hnit til þess að búa til kvikar myndir.
  • Verkefni um samhnik punkta, þar sem nemendur læra um fallavensl milli óháðra og háðra punkta.
  • Verkefni um kvik líkön, þar sem nemendur læra um fallavensl milli hliðarlengda og ummáls og flatarmáls forma.
  • Verkefni um hornaföll, þar sem nemendur læra um það hvernig hægt er að gera stærðfræðilegt, kvikt, myndrænt líkan af hringhreyfingum.

Mælst er til þess að kennarar kynni sér stuttar Kennsluleiðbeiningar sem hafa verið útbúnar.